JÓLASKOT SNAPS 2025


4, 5, 6 og 11. desember



Þriggja rétta matseðill - a la carte,
ásamt sjóðheitri skemmtun aðeins
13.900 á einstakling

Matseðill neðar á síðunni


Skemmtilegasta jólaboð sem ég hef farið í!
Maríanna Pálsdóttir


Í leynikjallaranum á Snaps verður boðið upp á jólaveislu fyrir næstum öll skynfærin. Þriggja rétta a la carte seðill ásamt hlaðborði skemmtiatriða og kokkteilaseðill Snaps skartar sínu fegursta. Margrét Erla Maack sér um matreiðslu skemmtiatriða ásam hinum sjóðheita Bastard Keith frá New York. Auk þeirra bregða á leik mismunandi gestir hvert kvöld úr íslensku kabarettsenunni.


Sýningin hentar ekki fólki undir 18 ára eða þeim sem óttast undur mannslíkamans. 


Hægt er að panta borð kl 19 eða 19:30, og sýning hefst kl. 20. Við mælum með að stórir hópar bóki kl. 19:00.


Úti er kalt, en í kjallaranum á Snaps verður sjóðheitt!


--------------------


Matseðill


FORRÉTTUR

Humarsúpa með örlitlu koníaki

eða

Carpaccio með rúkólu og parmigiano


AÐALRÉTTUR

Steiktur þorskhnakki með hvítvínssmjörsósu (Beurre Blanc), blómkálsmús og Pomme Anna

eða

Beef Wellington með rauðvínssósu, grænum baunum og ofnbökuðum kartöflum


EFTIRRÉTTUR

Frönsk súkkulaðikaka með vanilluís og ferskum berjum

eða

Tiramisu með Amaretto


---


VEGANMATSEÐILL


FORRÉTTUR

Sveppapaté með vorlauksskonsu (inniheldur hnetur)


AÐALRÉTTUR

Ratatouille eggaldin, kúrbítur, paprikur, kirsuberjatómatar, rauðlaukur, hvítlaukur, brúnt hrísgrjón og linsubaunasalat með franskri dressing


EFTIRRÉTTUR

Heit döðlukaka með karamellusósu



Bóka hér